„Nautahakkið“ innihélt vatnavísunda- og svínakjöt!
02.03.2016
Enn berast fregnir af svindli eða í það minnsta alvarlegum mistökum við vinnslu á hakki. Umhverfisyfirvöld í sænska bænum Halmstad tóku sig til og könnuðu gæði og uppruna nautahakks frá 12 fyrirtækjum og voru sýni send til erfðaefnisrannsóknar, svo unnt væri að kanna hvort að kjötið væri í raun og veru af nautgripum.
Í ljós kom að í einni pakningunni var búið að blanda út í hakkið allt að þriðjungi af svínakjöti og þá innihélt ein pakkning alls ekki nautakjöt heldur kjöt af vatnavísundum! Málið er nefninlega að Evrópusambandið skilgreinir ekki slíkt kjöt sérstaklega heldur flokkar með nautakjöti og því er hægt að flytja inn „nautahakk“ sem inniheldur alls ekki nautakjöt! Hvort sem einhver reglugerð Evrópusambandsins segir að ekki þurfi að skilja þarna á milli er eitt mál, en allt annað mál eru réttindi neytenda segja yfirvöld í Halmstad og hafa nú krafist þess að við sölu á kjöti sé alltaf getið um réttan uppruna kjötsins/SS.