Beint í efni

Naut slapp úr flutningabíl

06.09.2004

Aðfaranótt föstudagsins fór nautgripaflutningabifreið útaf neðst í Hjallhálsi við Þorskafjörðinn. Eitt naut slapp úr bifreiðinni við óhappið og hvarf út í náttmyrkrið. Nautið fannst á fimmta tímanum og var rekið inn í girðingu. Hvorki ökumanni né nautgripi sakaði og voru nautgripir fluttir inn í aðra flutningabíla samkvæmt frásögn fréttavefsins patreksfjordur.is.