Beint í efni

Nauðasamningar Borgarness kjötvara ehf. – kröfubréf á vefnum

02.03.2008

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Héraðsdómur Vesturlands heimilað Borgarness kjötvörum ehf. að ganga til nauðasamninga við sína lánardrottna. Samkvæmt frumvarpi er lánardrottnum boðin greiðsla 40% krafna sinna en þó þannig að lágmarksgreiðsla verður kr. 400 þúsund og kröfur undir þeirri fjárhæð greiðast að fullu.

Bændasamtökin hafa útbúið fyrirmynd af kröfubréfi sem bændur geta notað ef þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Bréfið er hægt að nálgast með því að smella hér.