
Námskeið um minkarækt
18.08.2011
Endurmenntun LbhÍ býður nú upp á námskeið í minkarækt en kennari er Einar E. Einarsson loðdýraræktarráðunautur Bændasamtakanna. Markmiðið er að veita góða mynd af minkarækt sem atvinnugrein og kynna þá möguleika sem hún hefur uppá að bjóða. Farið verður almennt yfir umfang minkaræktar í heiminum og kosti þess og galla að stunda minkarækt á Íslandi.
Farið verður í gegnum eitt vinnuár á búinu og gerð grein fyrir ræktunarmarkmiðum og hvernig unnið sé að því að ná þeim. Einnig verður farið yfir stofnkostnað, rekstur og fyrirkomulag á afurðasölu. Heimsótt verður fóðurstöð og farið í skoðunarferð á minkabú.
Námskeiðið verður þriðjudaginn 27. september frá kl. 9 til 16. (8,5 kennslustundir). Kennt verður á Löngumýri í Skagafirði.
Dagskrá:
09:00 Almenn kynning á loðdýrarækt í heiminum.
09:30 Árið á búinu – gróf yfirferð í gegnum eitt framleiðslu ár.
10:30 Afurðasalan og fyrirkomulag hennar.
11:00 Stofnkostnaður minkabúa og rekstur.
13:00 Heimsókn í Fóðurstöð og fyrirlestur um fóðurgerð
14.00 Heimsókn á minkabú.
15:00 Samantekt á deginum.
16:00 Námskeiðslok
Verð: 13.500 kr (kennsla, gögn og veitingar). Skráning til 21. sept. 2011. Greiða þarf staðfestingargjald og staðfesta skráningu með því að millifæra kr. 3.000 af heildarverði (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Farið verður í gegnum eitt vinnuár á búinu og gerð grein fyrir ræktunarmarkmiðum og hvernig unnið sé að því að ná þeim. Einnig verður farið yfir stofnkostnað, rekstur og fyrirkomulag á afurðasölu. Heimsótt verður fóðurstöð og farið í skoðunarferð á minkabú.
Námskeiðið verður þriðjudaginn 27. september frá kl. 9 til 16. (8,5 kennslustundir). Kennt verður á Löngumýri í Skagafirði.
Dagskrá:
09:00 Almenn kynning á loðdýrarækt í heiminum.
09:30 Árið á búinu – gróf yfirferð í gegnum eitt framleiðslu ár.
10:30 Afurðasalan og fyrirkomulag hennar.
11:00 Stofnkostnaður minkabúa og rekstur.
13:00 Heimsókn í Fóðurstöð og fyrirlestur um fóðurgerð
14.00 Heimsókn á minkabú.
15:00 Samantekt á deginum.
16:00 Námskeiðslok
Verð: 13.500 kr (kennsla, gögn og veitingar). Skráning til 21. sept. 2011. Greiða þarf staðfestingargjald og staðfesta skráningu með því að millifæra kr. 3.000 af heildarverði (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is