Beint í efni

Námskeið LBHÍ í lífrænni aðlögun nautgriparæktar – í samvinnu við Tún ehf.

28.02.2011

Námskeiðið er ætlað þeim sem stunda nautgriparækt í meira eða minna mæli og hafa áhuga á að kynna sér möguleika sína á upptöku lífrænna aðferða og á markaðssetningu lífrænna afurða nautgripa, þ.e. mjólkur og kjöts.
 
Á námskeiðinu verður fjallað um helstu þætti lífrænnar aðlögunar, einkum fóðurframleiðslu, aðbúnað og heilbrigði nautgripanna. Fjallað verður um vandamál sem tengjast húsakosti, beitarstjórnun, heyöflun og sjúkdómum, og gerð grein fyrir fenginni reynslu bænda og dýralækna af lausn þeirra með náttúrulegum, fyrirbyggjandi aðferðum. Þá verður fjallað um skýrsluhald, eftirlit og vottun lífrænnar nautgriparæktar, og aðra þætti sem huga þarf að við markaðssetningu lífrænna afurða.
  

12.45-13.30 Aðlögunarferlið – yfirlit um markmið og leiðir 
13.35-14.20 Uppruni, aðlögun, aðbúnaður, útivist og beit
14.25-15.10 Fóðuröflun, fóðrun og heilbrigði
15.25-16.10 Reynsla bónda af lífrænni nautgriparækt
16.15-17.00 Eftirlit, vottun, markaðssetning og kostnaður
 
Kennarar: Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Dr. Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands og Runólfur Sigursveinsson nautgriparæktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands.
 
Tími: Fim. 17. mars, kl. 12:45-17:00 (5,0 kennslustund) að Stóra Ármóti.
 
Verð: 14.000 kr. Innifalið eru námskeiðsgögn, kaffi og meðlæti.
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 4000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590.  Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is