Beint í efni

Námskeið LBHÍ fyrir kúabændur á vorönn 2007

30.01.2007

LK vill vekja athygli kúabænda á nokkrum námskeiðum sem haldin eru á vegum LBHÍ á vorönn 2007. Námskeiðin eru eftirfarandi:

 

Verkun heys í útistæðum
 
Markmið:
Að fræða um og ræða helstu þætti sem varða verkun og geymslu votheys í útistæðum.

 

Leiðbeinendur eru Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri og Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð.

 

Verkun og geymsla korns
 
Markmið:
Að fræða um og ræða helstu þætti sem varða verkun og geymslu fóður- og matkorns (byggs).

 

Leiðbeinandi er Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri.

Betri beit – meiri mjólk – bólgnar buddur!
Nokkrar þumalputtareglur við skipulag beitar fyrir mjólkurkýr frá vori til hausts (farandnámskeið).

 

Leiðbeinandi er Þóroddur Sveinsson, sérfræðingur á LBHÍ.

 

„Við viljum vallarfoxgras!“
Ræktun vallarfoxgrass – verkun og nýting.

 

Leiðbeinandi er Þóroddur Sveinsson, sérfræðingur á LBHÍ.

 

Málmsuða – grunnnámskeið
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa litla eða enga reynslu af málmsuðu. 

 

Leiðbeinandi er Jóhannes Ellertsson, vélvirki og kennari við LBHÍ.

 

Grunnatriði í bókhaldi og dkBúbót
Námskeiðið er ætlað fólki með litla reynslu af bókhaldi. Farið verður í grunnatriði tvíhliða bókhalds, debet og kredit.
Þátttakendur fá kynningu á bókhaldsforritinu dkBúbót  og vinna verkefni í því, s.s. að færa dagbók, uppfæra hana, færa leiðréttingar og vsk-uppgjör. 


Kennari:  Stefanía Nindel, kennari við LBHÍ.

 

Lækkun kostnaðar í mjólkurframleiðslu

Fjallað um tekjustreymi á kúabúum, breytilega kostnaðarliði og fastan kostnað. Gerð er grein fyrir uppsetningu ársreiknings og hvernig hann er notaður í gerð rekstrargreininga. Þátttakendur vinna verkefni með lykiltölum úr rekstri kúabúa. Lagt mat á niðurstöður og hvað leiðir eru helstar til að ná betri árangri  út frá niðurstöðum rekstragreininga

 

Umsjón:  Runólfur Sigursveinsson, ásamt fleiri ráðunautum Búnaðarsambands Suðurlands.
Umsjón: Sigríður Bjarnadóttir, ásamt fleiri ráðunautum Ráðgjafaþjónustu Norðausturlands.

 

Lækkun fjármagnskostnaðar
Fjallað um helstu hugtök sem notuð eru í daglegri umfjöllun um vexti, vísitölur og verðbólgu. Gerð verður grein fyrir mismunandi formum skuldabréfa, eingreiðslubréf, lán með jöfnum afborgunum, jafngreiðslulán, yfirdráttarlán, verðtryggð og óverðtryggð lán. Fjallað sérstaklega um erlend lán og mismunandi samsetningu. Tekin dæmi um mun á einstökum lánsformum.

 

Leiðbeinandi: Jóhannes Hr. Símonarson, ásamt fleiri ráðunautum BSSL.

 

Lækkun búvélakostnaðar
Fjallað um búvélakostnaðinn út frá mismunandi forsendum. Fjárfestingar í vélum og tækjum, kostnaður og tekjur við þær. Leiðir til að draga úr heildarkostnaði. Samnýting véla og/eða verktakastarfsemi.

 

Leiðbeinandi: Valdimar Bjarnason, ásamt fleiri af ráðunautum BSSL.

 

Ýtarlegri upplýsingar um námskeiðin er að finna hér. Skráning er á netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5033