Námskeið LBHÍ fyrir kúabændur á vorönn
08.01.2010
Eftirtalin námskeið LBHÍ eru í boði LBHÍ á vorönn 2010:
Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun
Námskeiðið er ætlað starfandi bændum og öðrum er koma að áburðarsölu og áburðaráætlunargerð.
Umsjón og kennsla: Ríkharð Brynjólfsson
Tími: þri. 19. jan. Kl. 10:00- 16:30 (8 kennslustundir) á Hvanneyri
Nýting belgjurta til að auka frjósemi og afurðargetu jarðvegs
Fyrir bændur og aðra landeigendur
Kennari: Jón Guðmundsson lektor við LbhÍ.
Stund og staður: þri. 9. feb. Kl. 13:00-15.30 (3,5 kennslustundir), á Hvanneyri (nánar síðar).
Eldi og aðbúnaður nautkálfa
Kennari: Berglind Ósk Óðinsdóttir, starfsmaður Bændasamtaka Íslands
Staður og stund: 27. jan. Kl. 13:00-17:00 (5 kennslustundir) Bútæknihúsinu á Hvanneyri
Heimavinnsla mjólkurafurða með áherslu á ostagerð.
Leiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur
Staður og stund:
– Fös. 19. mars kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) á Keldnaholti v/Grafarvog
– Lau. 20. mars kl 10:30-17:30 (8,0 kennslustundir) í Menntaskólanum á Ísafirði – Í samvinnu Veislu að Vestan
– Sun. 21. mars kl 10:00- 17:00 (8,0 kennslustundir) á Reykhólum – Í samvinnu Veislu að Vestan
Auk ofangreindra námskeiða eru fleiri námskeið í boði – sjá námskeiðshnappinn hér hægra megin á síðunni.
Skráningar: LbhÍ – á endurmenntun@lbhi.is (nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000.