Beint í efni

Námskeið í lífrænni ræktun

27.09.2021

Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir 7 vikna fjarnámskeiði í lífrænni ræktun þar sem þátttakendur kynnast hugmyndafræði, reglugerðum og aðferðum í lífrænum landbúnaði, þróun lífræns landbúnaðar í heiminum og möguleikum og þróun lífræns landbúnaðar á Íslandi.

Námskeiðið hefst 4. október og er kennt í gegnum Teams og ráða  nemendur sjálfir hvenær þeir læra og hlusta á fyrirlestra. Nemendur vinna ýmis hagnýt verkefni og til stendur að farið verði í vettvangsferð fyrir þá sem kjósa. Kennari er Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt við LbhÍ.

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/lifraenn_landbunadur/