Beint í efni

Námskeið í klaufskurði nautgripa á Hvanneyri

15.11.2006

Námskeiðið er einkum ætlað bændum og mjólkurframleiðendum.

Fjallað verður um klaufskurð og gildi hans um leið og þátttakendur fá verklega þjálfun í klaufskurði. Farið verður yfir mismunandi fótgerðir nautgripa, áhrif umhverfis á klaufskurð og áhrif ástands klaufa á heilsufar nautgripa. Námskeiðið er að mestu verklegt en einnig bóklegt.

Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum

 

Tími: Þri. 21. nóv, kl. 10:00-18:00 og mið. 22. nóv, kl. 9:00-16:00 í Borgarfirði.

 

Verð: 22.900 kr –  Bændur á lögbýlum eiga þess kost að sækja um styrk í Starfsmenntasjóð bænda, sjá www.bondi.is, uppfylli þeir kröfur sjóðsins.

 

Skráningar á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/ 433 5033