Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Námskeið í klaufskurði nautgripa á Hvanneyri

15.11.2006

Námskeiðið er einkum ætlað bændum og mjólkurframleiðendum.

Fjallað verður um klaufskurð og gildi hans um leið og þátttakendur fá verklega þjálfun í klaufskurði. Farið verður yfir mismunandi fótgerðir nautgripa, áhrif umhverfis á klaufskurð og áhrif ástands klaufa á heilsufar nautgripa. Námskeiðið er að mestu verklegt en einnig bóklegt.

Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum

 

Tími: Þri. 21. nóv, kl. 10:00-18:00 og mið. 22. nóv, kl. 9:00-16:00 í Borgarfirði.

 

Verð: 22.900 kr –  Bændur á lögbýlum eiga þess kost að sækja um styrk í Starfsmenntasjóð bænda, sjá www.bondi.is, uppfylli þeir kröfur sjóðsins.

 

Skráningar á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/ 433 5033