Beint í efni

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

23.10.2012

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin á eftirfarandi stöðum:

Hvanneyri, mánudaginn 5. nóvember
Stóra-Ármóti, miðvikudaginn 7. nóvember
Búgarði á Akureyri, föstudaginn 9. nóvember

Námskeiðin eru frá klukkan 10:00 - 18:00

Skráning:
Skráning fer fram í síma 563-0300 eða með tölvupósti til bella@bondi.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 26. október.

Athygli er vakin á því að sækja þarf um aðild að gæðastýringu hjá Matvælastofnun fyrir 20. nóvember til að hefja þátttöku í gæðastýringu á næsta framleiðsluári. Nauðsynlegt er að hafa setið gæðastýringarnámskeið til að vera fullgildur þátttakandi.