Beint í efni

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

01.06.2011

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt standa fyrir dyrum næstu daga. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringunni er að hafa sótt undirbúningsnámskeið en þau verða haldin á eftirfarandi þremur stöðum:

Stóra Ármóti, mánudaginn 14. júní.
Hvanneyri, þriðjudaginn 15. júní
Akureyri, mánudaginn 20. júní

Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.

Námskeiðin eru ætluð þeim framleiðendum sauðfjárafurða sem:
- eru nýir þátttakendur og/eða hafa ekki sótt námskeið áður
- eru nýir ábúendur eða eigendur jarða
- eru að hefja sauðfjárbúskap, taka við sauðfjárbúi eða gera það síðar á þessu ári eða því næsta.

Skráning
Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 6. júní. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563-0300 eða á tölvupósti bella@bondi.is

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. 

Bændasamtök Íslands.