Beint í efni

Námskeið – Gæðastýring sauðfjárframleiðslu

20.05.2019

Matvælastofnun heldur námskeið fyrir þá sem hafa sótt um aðild að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu en krafist er að þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt sæki slíkt námskeið. Námskeiðið verður haldið á Akureyri, fimmtudaginn 13. júní næstkomandi.

Staður og tími:

Akureyri þann 13. júní í Búgarði, búnaðarsambandi Eyjafjarðar, að Óseyri 2  kl. 09:30 – 16:30.

Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en föstudaginn 7. júní n.k. í síma 530-4800 eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða.

Efni:

Á námskeiðinu verður m.a.: 

  • farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.
  • farið ítarlega yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 511/2018.
  • rafræn handbók um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu kynnt.
  • Fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
  • farið yfir reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018
  • farið yfir reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012, með síðari breytingum.
  • fjallað um fullnægjandi þátttöku í afurðaskýrsluhaldi í sauðfjárrækt, uppbygginu og grundvallaratriði sem standa þarf skil á.
  • farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap.