
Næstu bændafundir
31.10.2012
Næstu bændafundir verða haldnir á Egilsstöðum á þriðjudaginn og í Húnavatnssýslu og Skagafirði á fimmtudaginn. Fundirnir verða sem hér segir:
Dags. | Svæði | Fundarstaður | Fundartími | |
þri. | 6.nóv | Egilsstaðir | Hótel Hérað | 13:30 |
fim. | 8.nóv | Skagafjörður | Hótel Varmahlíð | 14:00 |
fim. | 8.nóv | Húnavatnssýslur | Víðihlíð | 20:30 |
mán. | 12.nóv | Vesturland | Dalabúð | 13:30 |
Á fundunum verður m.a. rætt um nýja búnaðarlagasamninginn og framlengda búvörusamninga og gildi þeirra fyrir bændur. Þá verður farið yfir stöðu landbúnaðarins í ESB-viðræðunum og breytingar á leiðbeiningaþjónustu bænda. Atkvæðagreiðsla um búvörusamningana er fram undan, en kjörgögn verða send út til bænda á næstu vikum. Ítarlega er fjallað um samningana og fyrirkomulag kosninganna á bls. 36-37 í 20. tbl. Bændablaðsins.
Hefti með búvörusamningum o.fl.