Beint í efni

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður á Hvanneyri 26. – 27. nóvember

20.11.2008

Ungmennafélag Íslands, Bændasamtökin og Kvenfélagasamband Íslands bjóða félagsmönnum sínum um allt land upp á félagsmálafræðslu í vetur undir yfirskriftinni "Sýndu hvað í þér býr". Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum.  Námskeiðin eru auglýst á vef UMFÍ og í Bændablaðinu en tekið er við skráningum á skrifstofu Ungmennafélagsins í síma 568-2929 eða á gudrun@umfi.is

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í fundarsal kennslufjóssins á Hvanneyri dagana 26. - 27. nóvember. Námskeiðið hefst klukkan 18 og stendur til 22 báða dagana.