Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nærri 700 kúabú hættu í Wisconsin í fyrra!

08.03.2019

Erfið skilyrði til mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum nú til nokkurra ára hafa tekið sinn toll og þrátt fyrir að framleiðslan í landinu hafi aukist lítið á síðasta ári þá hættu þar mörg kúabú á árinu. Wisconsin er eitt helsta mjólkurframleiðslufylki landsins og þar voru nú um áramótin 8.110 skráð kúabú en voru í byrjun ársins 2018 8.801. Þeim hafði því fækkað um 691 á einungis einu ári eða um 7,9%!

Þrátt fyrir þessa miklu fækkun kúabúa er fjöldi kúanna enn verulegur eða 1,3 milljónir talsins! Fjöldi kúabúa í Wisconsinn hefur breyst gríðarlega á liðnum áratugum en gögn um fjölda búa ná aftur til 1950. Þá var fjöldi búanna 143 þúsund og á þeim tíma nam hlutfall þeirra 4% af öllum kúabúum Bandaríkjanna/SS.