
Nærri 700 kúabú hættu í Wisconsin í fyrra!
08.03.2019
Erfið skilyrði til mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum nú til nokkurra ára hafa tekið sinn toll og þrátt fyrir að framleiðslan í landinu hafi aukist lítið á síðasta ári þá hættu þar mörg kúabú á árinu. Wisconsin er eitt helsta mjólkurframleiðslufylki landsins og þar voru nú um áramótin 8.110 skráð kúabú en voru í byrjun ársins 2018 8.801. Þeim hafði því fækkað um 691 á einungis einu ári eða um 7,9%!
Þrátt fyrir þessa miklu fækkun kúabúa er fjöldi kúanna enn verulegur eða 1,3 milljónir talsins! Fjöldi kúabúa í Wisconsinn hefur breyst gríðarlega á liðnum áratugum en gögn um fjölda búa ná aftur til 1950. Þá var fjöldi búanna 143 þúsund og á þeim tíma nam hlutfall þeirra 4% af öllum kúabúum Bandaríkjanna/SS.