Mýsla nr. 281 frá Efra-Ási sigraði á Kýr 2005
22.08.2005
Á kúasýningunni Kýr 2005, sem haldin var í Skagafirði á laugardaginn, sigraði kýrin Mýsla nr. 281 frá Efra-Ási í Hjaltadal. Mýsla er fimm ára gömul kýr undan Krossa (91032) og kýrinnar Hvítkollu nr. 235. Meðalnyt hennar eftir 2,2 ár á skýrslu eru 6.987 kg mjólkur, fituprósentan
4,49 og próteinprósentan 3,50. Mýsla stendur mjög hátt í kynbótamati og er með 124 stig og hefur hlotið í útlitsdóm 86 stig.
Í öðru sæti varð kýrin Lind nr. 1022 frá Birkihlíð en Lind er undan Þrasa (98052). Í þriðja sæti varð kýrin Padda nr. 195 frá Sólheimum, Smellsdóttir (92028).
Þá voru á sýningunni jafnframt heiðraðar fimm kýr, sem vegna mikilla afurða og langlífis fengu viðurkenningu (sjá síðar).
Nánar má lesa hér um niðurstöður sýningarinnar:
Mjólkurkýr:
Í þessum sýningaflokki voru kýr sem höfðu borið a.m.k. tvisvar. Við dóm þeirra hefur áður fenginn útlitsdómur úr kúaskoðun helmings vægi. Útlit kýrinnar og sýning hennar vegur samtals 25% og kynbótamat sem er fengið úr kúaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands 25%.
A. Útlitsdómur – 50% (Áður fenginn dómur úr kúaskoðun).
B. Útlit – 15% (Hárafar, fóðrun, snyrting, hreinleiki, holdfylling).
C. Sýning gripsins – 10%
Tamning (hlýðir taum, stendur kyrr, róleg).
Fas gripsins (Gripur sé vakandi og komi vel fyrir).
Sýnandi (Framkoma, snyrtimennska).
D. Kynbótamat – 25%
1. sæti:
Mýsla 281 frá Efra-Ási, Hjaltadal
Fædd 03.08.2000, brandkrossótt
F: Krossi 91032
M: Hvítkolla 235
Mf: Svelgur 88001
Afurðir: 2,2 ár 6987-4,49-314-3,50-245
Kynbótamat: 124
Dómseinkunn: 86 stig
Sýnandi: Stefán Sverrisson
2. sæti:
Lind 1022 frá Birkihlíð, Skagafirði
Fædd 17.10.2001, bröndótt
F: Þrasi 98052
M: Nýpa 142
Mf: Jóki 82008
Afurðir: 1,0 ár 5748-4,15-238-3,35-192
Kynbótamat: 119
Dómseinkunn: 86 stig
Sýnandi: Þröstur Erlingsson
3. sæti:
Padda 195 frá Sólheimum, Sæmundarhlíð
Fædd 21.03.2000, rauðbröndótt
F: Smellur 92028
M: Rauðka 134
Mf: Listi 86002
Afurðir: 2,4 ár 7069-3,97-281-3,09-219
Kynbótamat: 114
Dómseinkunn: 87 stig
Sýnandi: Valdimar Sigmarsson
Fyrsta kálfs kvígur:
Við dóm fyrsta kálfs kvígna hefur áður fenginn útlitsdómur úr kúaskoðun langmest vægi. Útlit gripsins og sýning hans hér vegur samtals 35%.
A. Útlitsdómur – 65% (Áður fenginn dómur úr kúaskoðun).
B. Útlit – 20% (Hárafar, fóðrun, snyrting, hreinleiki, holdfylling).
C. Sýning gripsins – 15%
Tamning (hlýðir taum, stendur kyrr, róleg).
Fas gripsins (Gripur sé vakandi og komi vel fyrir).
Sýnandi (Framkoma, snyrtimennska).
1. sæti:
Bífluga 248 frá Garðakoti, Hjaltadal
Fædd 22.11.2002, rauð
F: Frískur 94026
M: Fluga 208
Mf: Búði 91014
Hæsta dagsnyt: 25,0 kg; fita: 3,63%; prótein: 3,34%
Dómseinkunn: 90 stig
Sýnandi: Pálmi Ragnarsson
2. sæti:
Kúba 544 frá Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit
Fædd 04.01.2002, rauð
F: Kaðall 94017
M: Holta 450
Mf: Holti 88017
Hæsta dagsnyt: 28,0 kg; fita: 3,97%; prótein: 3,28%
Dómseinkunn: 87 stig
Sýnandi: Benjamín Baldursson
3. sæti:
Jóla 205 frá Tunguhálsi 2, Tungusveit
Fædd 26.12.2002, dökkkolhúfótt
F: Klossi 00005
M: Brilla 156
Mf: Tungugoði 95133
Hæsta dagsnyt: 22,0 kg; fita: 3,63%; prótein: 3,24%
Dómseinkunn: 86 stig
Sýnandi: Hjálmar Guðjónsson
Aðrar kvígur sem sýndar voru:
Brenda 364 frá Þríhyrningi, Hörgárbyggð
Fædd 13.04.2002, brandhuppótt
F: Pinkill 94013
M: Stjarna 313
Mf: Blettur 95008
Hæsta dagsnyt: 28,8 kg; fita: 4,44%; prótein: 3,15%
Dómseinkunn: 87 stig
Sýnandi: Gestur Hauksson
Móna 168 frá Réttarholti, Blönduhlíð
Fædd 28.08.2002, brandhúfótt
F: Punktur 94032
M: Móna 299
Mf: Úi 96016
Hæsta dagsnyt: 18,0 kg; fita: 4,03%; prótein: 3,38%
Dómseinkunn: 86 stig
Sýnandi: Róbert Jónsson
Doppa 204 frá Tunguhálsi 2, Tungusveit
Fædd 03.03.2003, bröndótt
F: Soldán 95010
M: Prýði 151
Mf: Austrason 94903
Hæsta dagsnyt: 18,0 kg; fita: 3,71%; prótein: 3,24%
Dómseinkunn: 87 stig
Sýnandi: Þórey Helgadóttir
Framtíð 84 frá Skúfsstöðum, Hjaltadal
Fædd 18.04.2002, ljósrauðskjöldótt
F: Kaðall 94017
M: Lóló 24
Mf: Holti 88017
Hæsta dagsnyt: 27,0 kg; fita: 4,18%; prótein: 3,48%
Dómseinkunn: 87 stig
Sýnandi: Þorsteinn Axelsson
Kálfar – barnaflokkur (sýnendur yngri en 12 ára)
Við dóm kálfa grundvallast dómurinn á útliti kálfsins, sýnandanum og hvernig til tekst með sýningu kálfsins.
A. Útlit – 40% (Hárafar, fóðrun, snyrting, hreinleiki, holdfylling).
B. Sýnandi – 10% (Framkoma, snyrtimennska)
C. Sýning gripsins – 50% (Hlýðir taum, stendur kyrr, rólegur, gripurinn sé vakandi og komi vel fyrir).
1. sæti:
Alda Katarína frá Möðruvöllum
Fædd: 8. júlí 2005, rauðskjöldótt
F: Stígur 97010
M: Selma 383
Mf: Forseti 90016
Sýnandi: Elsa Rún Brynjarsdóttir, 11 ára
2. sæti:
Ellý frá Flugumýri, Blönduhlíð
Fædd 11.08.2005, ljósbrandhryggjótt
F: Forseti 90016
M: Iðunn 186
Mf: Vagn 88007
Sýnandi: Rakel Eir Ingimarsdóttir, 6 ára og Katarína Ingimarsdóttir, 9 ára
3. sæti:
Roði 97 frá Úlfsstöðum, Blönduhlíð
Fæddur 07.08.2005, rauður
F: Brekkan 03004
M: Mangó 13, Réttarholti
Mf: Gróði 98037
Sýnandi: Silvía Sif Halldórsdóttir, 6 ára
Aðrir kálfar sem sýndir voru í þessum flokki:
Gríma 369 frá Hóli, Upsaströnd Dalvíkurbyggð
Fædd 01.07.2005, svarthjálmótt
F: Höttur 03106
M: Gleymmérey 319
Mf: Heimanaut
Sýnandi: Ingvi Guðmundsson, 8 ára
Gola 370 frá Hóli, Upsaströnd Dalvíkurbyggð
Fædd 27.07.2005, rauðhjálmótt
F: Höttur 03106
M: Lind 320
Mf: Heimanaut
Sýnandi: Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, 4 ára
Lalli fjörugi frá Sólheimum, Sæmundarhlíð
Fæddur 18.07.2005, rauður
F: Gyllir 03007
M: Louise 215
Mf: Viðauki 00008
Sýnandi: Sævar Valdimarsson, 8 ára og Berglind Valdimarsdóttir, 4 ára
Grímur 368 frá Hóli, Upsaströnd Dalvíkurbyggð
Fæddur 26.05.2005, rauðhúfóttur
F: Síríus 02032
M: Gríma 259
Mf: Vakandi 95016
Sýnandi: Karl Vernharð Þorleifsdóttir, 6 ára
Stormur 299 frá Úlfsstöðum, Blönduhlíð
Fæddur 18.07.2005, rauðskjöldóttur
F: Túni 95024
M: Komma 224, Stóru-Ökrum 1
Mf: Punktur 94032
Sýnandi: Gréta María Halldórsdóttir, 7 ára
Emil frá Birkihlíð, Skagafirði
Fæddur 13.08.2005, svartskjöldóttur
F: Heimanaut
M: Stóra 196 frá Stóru-Ökrum 2
Mf: Náttfari 00035
Sýnandi: Brynjólfur Þrastarson, 9 ára
Ída frá Birkihlíð, Skagafirði
Fædd 13.08.2005, svartskjöldótt
F: Heimanaut
M: Stóra 196 frá Stóru-Ökrum 2
Mf: Náttfari 00035
Sýnandi: Kolbrún Þrastardóttir, 6 ára, og Þórkatla Þrastardóttir, 4 ára
Kálfar – unglingaflokkur (sýnendur 12 ára og eldri):
Við dóm kálfa grundvallast dómurinn á útliti kálfsins, sýnandanum og hvernig til tekst með sýningu kálfsins.
A. Útlit – 40% (Hárafar, fóðrun, snyrting, hreinleiki, holdfylling).
B. Sýnandi – 10% (Framkoma, snyrtimennska)
C. Sýning gripsins – 50% (Hlýðir taum, stendur kyrr, rólegur, gripurinn sé vakandi og komi vel fyrir).
1. sæti:
Dama 351 frá Páfastöðum, Langholti
Fædd 01.08.2005, svartskjöldótt
F: Heimanaut
M: 274
Mf: Trandill 99042
Sýnandi: Arnar Sigurðsson, 12 ára
2. sæti:
Urta 232 frá Skúfsstöðum, Hjaltadal
Fædd 18.06.2005, rauð
F: Brimill 97016
M: Pollý 40
Mf: 92019
Sýnandi: Eyþór Eysteinsson 13, ára og Hjalti Snær Njálsson, 13 ára
3. sæti:
Akkíles 352 frá Páfastöðum, Langholti
Fæddur 01.08.2005, rauðskjöldóttur
F: Heimanaut
M: 294
Mf: Soldán 95010
Sýnandi: Ívar Sigurðsson, 13 ára
Heiðurskýr:
Hosa 121 frá Fornhólum, Þingeyjarsveit
Fædd 06.04.1990, rauðleistótt
F: Rauður 82025
M: Nótt 90
Mf: Styrmir 78003
Afurðir: 13,1 ár; 65.573 kg
5021-3,95-198-3,42-172
Kynbótamat: 97
Dómseinkunn: 85 stig
Búbót 199 frá Stóra-Hamri, Eyjafjarðarsveit
Fædd 30.08.1991, bleik
F: Óli 88002
M: Kola 170
Mf: Kuldi 75002
Afurðir: 11,7 ár; 63117 kg
5395-3,80-205-3,40-183
Kynbótamat: 105
Dómseinkunn: 82 stig
Sveina 126 frá Ytri-Hofdölum, Viðvíkursveit
Fædd 05.12.1990, svört
F: Skúfur 87019
M: Stefanía 82
Mf: Prins 81032
Afurðir: 12,4 ár; 83044 kg
6681-3,53-236-3,42-228
Kynbótamat: 91
Dómseinkunn: ódæmd
Sunna 142 frá Egg, Hegranesi
Fædd 20.12.1993, ljósrauð
F: Kraftur 90004
M: Gulla 119
Mf: Jóki 82008
Afurðir: 9,4 ár; 53044 kg
5607-4,54-255-3,76-211
Kynbótamat: 102
Dómseinkunn: 82 stig
Frágrá frá Búrfelli, Miðfirði
Fædd 04.06.1993, gráhuppótt
F: Sopi 84004
M: Augnfrá 100
Mf: Tvistur 81026
Afurðir: 9,7 ár; 64223 kg
6641-4,08-271-3,48-231
Kynbótamat: 110
Dómseinkunn: 82 stig
Dómarar á kúasýningunni Kýr 2005 voru Eiríkur Loftsson, héraðsráðunautur í Skagafirði, Guðmundur Steindórsson, héraðsráðunautur í Eyjafirði og S-Þingeyjasýslu og Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur BÍ í nautgriparækt og var hann jafnframt formaður dómnefndar.