Beint í efni

Myndir vegna kynningarstofu íslensku kýrinnar

26.04.2010

Í vor fyrirhuga ábúendur á Erpsstöðum í Dölum, þau Þorgrímur og Helga að opna kynningarstofu íslensku kýrinnar. Vegna þessa vantar þau ýmislegt myndefni sem tengist íslensku kúnni, m.a. gamlar myndir sem tengjast því er kúm var haldið undir naut, eða þær leiddar milli bæja í þeim tilgangi. Þeir sem kunna að luma á slíku myndefni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem fyrst, netfangið er erpur@simnet.is eða í síma 434 1357.