Beint í efni

Myndavél sem greinir júgurbólgu

22.02.2013

Sænsk uppfinning gerir nú bændum mögulegt að ”sjá” júgurbólgu með sérstakri hita myndavélatækni. Hafa tilraunir fyrirtækisins Agricam sýnt að sé tæknin rétt notuð er hægt að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar af völdum júgurbólgu með því að grípa fyrr inn í. Búnaðurinn er festur á innréttingar við útgang frá mjaltabás þar sem kýrnar ganga um og tekur hann hitamynd af júgrum þeirra.

 

Þær kýr sem hafa vott af sýkingu hafa mun heitara júgur en hinar og greinir búnaðurinn þessar kýr frá hinum og gefur bóndanum skilaboð um þær. Á tilraunabúinu einu í námd við Linköbing minnkaði notkun sýklalyfja um 85% og fjöldi meðhöndlaðra júgurbólgutilfella dróst saman um sama hlutfall.

 

Þessi búnaður er hreint ekki ókeypis og kostar 10 milljónir íslenskra króna og trúlega verður bið á því að svona hitamyndavélar verði í hverju fjósi hér á landi. Hægt er að fræðast um þennan búnað á heimasíðu fyrirtækisins: www.agricam.se/SS.