Beint í efni

Myndabanki WorldFengs er nú opinn fyrir félagsmenn Félags hrossabænda.

05.12.2018

Kæru félagar nú er búið að opna aðgang að myndbandabanka Worldfengs  fyrir félagsmenn í Félagi hrossabænda en ákvörðun um að kaupa aðgang var tekin á aðalfundi félagsins í október s.l.  Nú þegar eru komin í myndabankann eftirtalin landsmót 1954, 1958, 1966, 1970, 1974, 1978, 1982, 1986, 2012, 2014, 2016 ásamt fjórðungsmótinu 2017 og fljótlega mun landsmótið 2018 bætast við.

Endilega notið og njótið þessa nýja möguleika.

Vandalaust er að gerast félagi í Félagi hrossabænda og ef áhugi er á frekari upplýsingum sendið þá tölvupóst á fhb@fhb.is  eða fáið upplýsingar síma 563-0300.

Með góðri kveðju

Hallveig Fróðadóttir og Sveinn Steinarsson