Mynd af kálfi og barni náð heimsathygli!
28.05.2016
Það hvarflaði væntanlega ekki að henni Diana Mallet, ljósmyndara, þegar hún smellti af litlu barni og kálfi í fjósi í mars í ár að myndin sem hún var að taka myndi gera hana heimsfræga. Það gerðist hins vegar enda myndin einstök. Myndin var tekin af henni Emmie Rose Boyle og Holstein kálfinum 95203 og setti Diana myndin á Facebook síðu sína og fóru þá hinir og þessir að deila myndinni á Facebook veggi sína.
Það var þó ekki fyrr en myndinni var deilt á Facebook síðu bandaríska fagtímaritsins Progressive Dairyman er hún komst í heimsfréttirnar. Nú hefur myndinni verið deilt mörg þúsund sinnum og hún náð til milljóna. Ef þú hefur áhuga á að skoða fleiri myndir eftir hana Diana þá getur þú séð Facebook síðu hennar með því að smella hér/SS.