Beint í efni

MUU herferðin að skila sér!

30.10.2003

Eins og flestir landsmenn hafa orðið varir við, þá lét Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins í gang nýja auglýsingaherferð, sem byggir á nýju vörumerki mjólkurinnar: MUU. Óhætt er að segja að auglýsingarnar séu óvenjulegar og hefur það gert það að verkum að samkvæmt niðurstöðum Gallup þekkja í dag allflestir landsmenn MUU og vita fyrir hvað það stendur. Svo skjótur árangur við markaðssetningu á vörumerki þykir þar á bæ einsdæmi og þekkist vart hérlendis.

Í könnun Gallup kom jafnframt fram að markhópur markaðssetningarinnar (fólk yngra en 35 ára) kann mun betur við auglýsingaherferðina en eldra fólk.

 

Þar sem markaðsátakið er til margra ára, er enganvegin hægt að sjá á neyslutölum í dag hvort það sé að skila sér í aukinni neyslu á mjólk. Fróðlegt verður að fylgjast með árangri þessara nýstárlegu og framsæknu auglýsinga á komandi misserum.