Beint í efni

Murray Goldburn í Mið-Austurlöndum

27.03.2013

Það kann að vera að ástralska félagið Murray Goldburn sé nokkuð óþekkt hér á landi, en félagið er það stærsta í Ástralíu og vinnur úr um 3,3 milljörðum lítra árlega. Félagið, sem er samvinnufélag kúabænda, er jafnframt all stórt á heimsmarkaði og nærri tíundi hver líter sem er seldur á heimsmarkaði kemur frá þessu eina félagi!

 

Þar sem útflutningur mjólkurafurða skiptir félagið verulegu máli hefur félagið nú komið sér upp útibúi í Dubai til þess að auðvelda sölu á mjólkurdufti, smjöri og ostum í Mið-Austurlöndum. Alls kaupa Mið-Austurlönd um 1,2 milljarða lítra mjólkur árlega og því er markaðurinn þarna afar mikilvægur öllum sem starfa á útflutningsmarkaði.

 

Vefurinn verður ekki uppfærður næst fyrr en á laugardaginn kemur enda Skírdagur og Föstudagurinn langi framundan/SS.