Beint í efni

Munið að huga að kælivélunum!

15.06.2010

Landssambandi kúabænda hefur borist ábending frá mjólkureftirliti SAM um að nokkuð sé nú farið að bera á bilunum í kælivélum mjólkurtanka, eins og oft gerist þegar hlýnar í veðri. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, mjólkureftirlitsmanns á Norðurlandi, orsakast þetta að mestu leiti af því að vélbúnaður ofhitnar vegna þess að ekki hefur verið hreinsað úr kæliristinni nýlega. Þetta þarf að

gera strax ef það hefur ekki þegar verið gert.

 

Bilun af þessum völdum getur reynst bændum afar dýr og því um að gera að bregðast við. Ef einhverjir kúabændur eru í vafa með um hvað er átt, eru viðkomandi bændur hvattir til þess að hafa samband við einhverja af mjólkureftirlitsmönnum SAM.