Beint í efni

Müller náði Wiseman

19.01.2012

Eins og við sögðum frá í frétt hér á vefnum í síðustu viku stóðu yfir viðræður á milli þýska afurðarisans Müllers og afurðafyrirtækisins Robert Wiseman í Bretlandi, um yfirtöku Müller á Wiseman. Í gær var svo tilkynnt um yfirtökuna en þýska félagið keypti öll hlutabréfin í Wiseman á um 54 milljarða íkr.

 

Wiseman er eitt af þremur stærstu afurðafélögunum í Bretlandi í mjólkurvinnslu, með 4.500 starfsmenn, en hin félögin eru Arla og Dairy Crest. Með kaupunum er jafnframt orðið ljóst að breskir kúabændur hafa nú eingöngu yfir einu stóru afurðafélagi að ráða sem getur mögulega keppt við hin fyrrnefndu á hinum aðþrengda breska markaði. Þess má reyndar geta að breskir kúabændur sem leggja inn mjólk hjá Arla, eignast hlutabréf í hinni bresku deild Arla og hafa því einhver áhrif á reksturinn þar í landi/SS.