Beint í efni

MS veitti styrki fyrir jólin

05.01.2016

Líkt og undanfarin ár styrkti Mjólkursamsalan Fjölskylduhjálp Íslands með sérstakri vöruúttekt fyrir jólaúthlutun félagsins og eins og í fyrra hljóðaði styrkurinn upp á vöruúttekt hjá MS að verðmæti 1.000.000 kr. Með þessum styrk auðveldaði MS Fjölskylduhjálp Íslands að styðja við bakið á þeim stóra hópi einstaklinga sem leitaði aðstoðar í formi matarúthlutunar fyrir hátíðarnar.

 

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var einnig færður styrkur í formi vöruúttektar og hljóðaði hann upp á 300.000 kr. Fulltrúar beggja félaga sögðu að þörfin fyrir aðstoð hafi verið mikil og stór hópur fólks hafi leitað til þeirra fyrir jólin. Markmið beggja samtaka er ætíð að vísa engum frá, en sem kunnugt er þá eru það sjálfboðaliðar sem standa vaktina við matarúthlutanir og án þeirra myndi starfsemi þessara góðgerðarfélaga ekki ganga upp.

 
Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands og Aðalstein H. Magnússon, sölustjór MS/SS.