MS með nýjan blámygluost!
07.04.2012
Ljótur er nafn á nýjum mygluosti sem framleiddur er hjá MS í Búðardal og kom á markað nú fyrir páskana. Um er að ræða 200 gramma blámygluost sem fær að gerjast við rétt skilyrði í 10 vikur, þannig að hann verður blár að utan og innan. Hann er sömu ættar og gráðaostur sem gerjast í 6 vikur.
Osturinn er þurrari og bragðmeiri en gráðaostur og útlitið sem blámyglan skapar, bendir til að hér sé ostur með mikinn karakter. Ljótur er skemmtileg viðbót sem desertostur á ostabakkann því hann er – Ljótur að utan – en ljúfur að innan/SS-fréttatilkynning.