Beint í efni

MS kynnir nýjan skyrdrykk með skráargatinu!

19.01.2012

MS kynnir til sögunnar nýjan Skyr.is drykk, tímamótavöru sem ber hið sameiginlega norræna hollustumerki „skráargatið“  . Vörur með skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Því er ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru. Á umbúðunum má finna stuttann útskýringartexta tengdan skráargatinu en nánari upplýsingar um skráargatið sem vert er að kynna sér, eru á ms.is/skraargatid. Skyr.is drykkurinn er próteinríkur og fitulaus, hann er uppspretta kalks og fjölmargra annara vítamína og steinefna. Drykkurinn er í 250 ml. dósum sem innihalda 16 g af próteinum og er fáanlegur í tveimur bragðtegundum, með jarðarberjum og bláberjum.
 

Skyr.is hér á landi og erlendis ! 

Frá upphafi byggðar hafa Íslendingar borðað skyr en breyttir tímar kalla á nýjar áherslur. Þessi rammíslenska vara hefur nú fest sig rækilega í sessi sem nútíma fæða hér á landi en vinsældir þess ná einnig í æ ríkari mæli út fyrir landssteinana og skyr.is er í boði á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Við gerum nú Skyr.is hærra undir höfði og kynnum það einnig í nýjum stórglæsilegum umbúðum. Þar er áherslan lögð á að ná fram skýrari aðgreiningu á milli tegunda með og án sætuefna. Skyrið er sem fyrr  í 170 g dósum með skeið og loki og um sömu bragðtegundir er að ræða og fyrir voru á markaði sem innihalda frá 16 til 18 g af próteinum í hverri dós. Ný tegund  hefur bæst í línuna sem er Skyr.is án bragðefna, með 19 g af próteinum í dósinni.

Útlit nýju umbúðanna er með skírskotun í íslenska fjallasýn sem endurspeglar ferskleika með áherslu á hátt próteininnihald skyrs og skyrdrykkjar sem eru íslensk gæðavara. Skyr.is flokkurinn er frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna, próteinríkur, fitulaus og uppspretta kalks og fjölmargra annara vítamína og steinefna.
Í tilefni þess að Skyr.is og Skyr.is drykkurinn hafa fengið nýtt útlit verður á næstu dögum opnuð ný glæsileg vefsíða Skyr.is. Þar verður efnt til skemmtilegs átaks um heilbrigðan lífsstíl með Skyr markmiðunum. Kynntu þér nýtt skyr.is og SKYR markmiðasetningu á www.skyr.is.

Sölu og markaðssvið MS
Nánari upplýsingar Erna Erlendsdóttir markaðsstjóri 569 2272 (858 2274)

 

Fréttatilkynning frá Mjólkursamsölunni.

 

Hið sameiginlega norræna hollustumerki – skráargatið