Beint í efni

MS hlaut fyrsta sætið fyrir markaðsherferð á Benecol 2011

22.06.2012

Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði og frá 2004 hefur Mjólkursamsalan framleitt þennan heilnæma drykk fyrir íslenskan markað. Það er finnska fyrirtækið Raisio sem hefur einkaleyfi á plöntustanólesternum sem er hið virka efni í Benecol.

 

Árlega stendur Raisio fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um framþróun Benecol og markaðslegan árangur þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja vörur undir merkjum Benecol. Að þessu sinni stóð ráðstefnan dagana 13. til 15. júní sl. og fulltrúar MS á ráðstefnunni voru Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs MS og Dr. Björn S. Gunnarsson vöruþróunarstjóri MS.

 

Mjólkursamsalan hlaut að þessu sinni fyrsta sætið fyrir glæsilegan árangur í sölu og markaðsstarfi Benecol 2011 („Success story 2011“). Hlaut MS að launum ávísun að upphæð EUR 20.000 (3,2 milljónir) fyrir árangurinn, en á síðustu tveimur árum hefur sala á Benecol aukist um 51% frá því fyrir hrun sem er markverður árangur með slíka vöru í erfiðu efnahagsumhverfi.

 

Lykillinn að þessum árangri er mikil áhersla á kynningu Benecols á heilsu-gæslustöðvum í Reykjavík og á lands-byggðinni, svokölluð HCP (Health Care Professional) markaðsnálgun. Ennfremur góðu sölu og kynningarstarfi á vettvangi ásamt nýrri sjónvarpsauglýsingu sem beint var að miðaldra karl-mönnum (general marketing)/SS-Mjólkurpóstur MS.