Beint í efni

MS hættir að forverðmerkja osta

08.06.2011

Mjólkursamsalan hefur frá 1. júní hætt forverðmerkingu osta og hefur nú hafið dreifingum á þeim óforverðmerktum til verslana. Þetta er í samræmi við nýjar reglur Neytendastofu og tilmæli Samkeppniseftirlitsins, um að vörur sem áður voru forverðmerktar á markaðnum skulu nú verða óforverðmerktar. MS á ennþá til birgðir af ostum sem eru forverðmerktar og munu þær klárast í júnímánuði. 

 

Neytendur sjá hinsvegar kílóaverð í verðmerkingum verslanna og geta séð verðið á hverri einingu með því að bera hana upp að skanna sem flestar verslanir eru komnar með, eða eru að koma sér upp, þessa daganna.

 

Í haust gerir Mjólkursamsalan ennfremur breytingar á ostaskurði og þá er gert ráð fyrir að allur ostur í bitum og sneiðum verði staðlaður í þyngd og þá verði sama verð á öllum ostastykkjum og sneiðum, sömu tegundar. Þetta á að gera neytendum auðveldara fyrir að sjá hvað hver eining kostar/SS – fréttatilkynning.