Beint í efni

MS greiðir 35 kr fyrir umframmjólkina – útflutningur á mjólkurafurðum 2007 – mjólkurflutningar

17.01.2008

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá MS og Auðhumlu:

 

„Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur tekið ákvörðun um að verð á umframmjólk hækki úr 27 kr/l í 35 kr/l eða um 8 kr/l. Þetta verð gildir út verðlagsárið en verður endurskoðað þann 1. apríl og 1. júlí næskomandi og hækkað ef ástæða er til.

Verð þetta endurspeglar útflutningsverð okkar þegar við flytjum út skyr og smjör að frádregnum breytilegum kostnaði. Það er mikilvægt að iðnaðurinn og framleiðendur taki höndum saman og vinni skipulega að því að byggja upp útflutningsmarkað fyrir íslenskar mjólkurafurðir. Eðlilegt markmið væri að byggja upp útflutningsmarkað fyrir um 15 milljónir lítra af mjólk á næstu árum.

Útflutningur mjólkurafurða á árinu 2007 gekk ágætlega en væntingar okkar í byrjun árs voru um meiri útflutning á skyri en sala á skyri á Boston og New York svæðið sem hófst í mars 2007 hefur tekið lengri tíma að byggja upp en við áætluðum. Eftirfarandi tafla sýnir magn útfluttra mjólkurafurða á árinu 2007.

 


 

 

Smjör kg Skyr kg Höfðingi kg Dímon kg Duft kg Samtals
Janúar 25.000 6.165 207 280 0 31.652
Febrúar 54.541 5.344 144 190 0 60.219
Mars 88.584 21.129 252 310 0 110.275
Apríl 0 15.722 162 170 0 16.054
Maí 0 11.688 81 120 0 11.889
Júní 51.443 9.665 216 280 0 61.604
Júlí 0 12.254 72 110 0 12.436
Ágúst 193.000 10.809 99 120 0 204.028
September 137.175 10.476 180 240 150.000 298.071
Október 75.000 14.691 171 210 0 90.072
Nóvember 37.125 9.052 99 190 0 46.466
Desember 0 10.542 72 190 50.000 60.804
Samtals 661.868 137.537 1.755 2.410 200.000 1.003.570

 

Búið er að taka ákvörðun um gjaldtaka fyrir mjólkurflutninga verði 2,05 kr/l og er gert ráð fyrir að verðið verði endurskoðað fyrir 1. júlí næstkomandi. Það er stefna Auðhumlu að taka yfir kostnað vegna mjólkurflutninga eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Raunkostnaður mjólkurflutninga á árinu 2007 eru áætlaður 2,89 kr/l þannig að niðurgreiðslan á síðasta ári nam 79 aurum á lítra eða samtals 90 milljónir króna. Við gerum ráð fyrir að niðurgreiðslan á þessu ári verði að lágmarki 88 aurar sem svarar þá til 103 milljón króna niðurgreiðslu og hækkar þannig um 13 milljónir króna á milli ára. Niðugreiðsla á mjólkurflutningum er auðvitað ekkert annað en arðgreiðsla til félagsmanna Auðhumlu“.