MS fékk frumkvöðlaverðlaun
05.10.2011
Um síðustu helgi var haldin sýningin MATUR-INN 2011 eins og greint hefur verið frá. Fjölmargir sóttu sýninguna heim og er talið að um 15 þúsund gestir hafi komið. Á sýningunni voru veitt sk. Frumkvöðlaverðlaun og þau hlaut MS að þessu sinni fyrir Hleðslu, en MS var með fínan sýningarbás á þessari skemmtilegu sýningu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá sýningunni þar sem gestir njóta þess sem MS bauð upp á, en það var hún Silja Dögg Baldursdóttir, starfsmaður MS, sem tók myndirnar/SS.