Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

MS er best í skyrframleiðslu!

03.11.2014

Alþjóðlegu matvælasýningunni International FOOD Contest 2014 lauk nú fyrir helgi og sendi MS margar góðar mjólkurafurðir til keppni líkt og undanfarin ár. Eins og komið hefur fram hefur skyrframleiðsla hjá afurðastöðvunum í Norður-Evrópu aukist ár frá ári og var því samkeppnin hörð í skyr-flokkinum að þessu sinni. Það kom þó ekki að sök þar sem íslenska skyrið sópaði til sín verðlaunum og fengu alls þrjár skyrtegundir heiðursverðlaun: hreint Hleðsluskyr, Skyr.is meðferskjum og hindberjum og SMS smáskyr með ávaxtabragði. Þess má geta að samstarfsaðili MS í skyrframleiðslu, Thise mejeri, sem framleiðir skyr eftir íslenskum uppskriftum, fékk einnig afar góða dóma á skyr sitt.

 

Auk heiðursverðlauna fyrir framangreindar þrjár skyrtegundir vann MS einnig heiðursverðlaun í flokki laktósafrírrar léttmjólkur og er það einkar athyglisverður árangur. Auk heiðursverðlaunanna vann MS til margra silfur og bronsverðlauna. Það var Guðmundur Geir Gunnarsson, samlagsstjóri MS á Selfossi, sem tók við öllum þessum glæsilegu viðurkenningum fyrir hinn góða árangur með íslensku mjólkurvörurnar/SS.