Beint í efni

Morgunverðarfundur á degi líffræðilegrar fjölbreytni

20.05.2008

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí, er í ár tileinkaður landbúnaði. Umhverfisráðuneytið og Landgræðslan bjóða af því tilefni til morgunverðarfundar á Grand Hóteli á fimmtudaginn kl. 08:00-10:00 þar sem fjallað verður um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi. Einnig verður ný stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni kynnt.

Dagskráin er á þessa leið:
- Morgunverður frá kl. 08:00-08:30

- Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra

- Falin fjölbreytni – jarðvegur sem hluti vistkerfis. Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Halldórsson, Landgræðslunni.

- Íslenskur landbúnaður og líffræðileg fjölbreytni. Bjarni Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

- Stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um lífræðilega fjölbreytni. Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands.

Þátttaka tilkynnist með pósti á postur@umhverfisraduneyti.is

Aðgangur er ókeypis.