Mörg stór verkefni framundan hjá LK
26.03.2012
Nú að nýloknum aðalfundi liggja fyrir margar ályktanir fundarins sem bíða úrvinnslu. Um er að ræða bæða stór mál og minni en nýrri stjórn bíða í það minnsta mörg verkefni. Allar ályktanir fundarins verða settar inn á vefinn á næstu dögum. Á laugardagskvöldið var svo haldin glæsileg árshátíð þar sem um 200 kúabændur og aðrir velunnarar búgreinarinnar komu saman og skemmtu sér vel. Á staðnum var ljósmyndari Bændablaðsins og verður hægt að sjá margar skemmtilegar myndir frá hátíðinni í næsta blaði.
Eins og áður segir verða ályktanirnar settar á vefinn á næstu dögum en hér fyrir neðan má sjá yfirlit þeirra helstu:
Um eflingu ræktunarstarfs íslenska kúastofnsins
Um endurnýjun erfðaefnis í nautakjötsframleiðslu
Um fjármál og stöðu Landbúnaðarháskóla Íslands
Um sameiningu kúasæðinga landsins
Um rafrænar birtinga tilraunaniðurstaðna
Um eftirlit í landbúnaði og úttekt á Matvælastofnun
Um dýralæknaþjónustu og lyfjanotkun
Um veffræðslu búgreinarinnar
Um stofnun varasjóðs LK
Um hönnun vörumerkis
Um breytingar Búvörulaga
Um endurnýjun Búvörusamningsins
Um breytingar á ráðgjafaþjónustunni
Um verkefnið „Betri bústjórn“
Um söfnun hagtalna í landbúnaði
Um form hagmunagæslu í nautgriparækt
Um álögur á eldsneyti
Um fyrirkomulag Kvótamarkaðar
Um innheimtu Búnaðargjalds og fjármögnun félagskerfisins
Um lánamál bænda
Um Evrópusambandið
Um mögulegar lánveitingar Lífeyrissjóðs bænda til jarðakaupa
/SS