Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mögnuð tækni: myndavélabúnaður reiknar þunga!

15.08.2017

Það er kominn búnaður í almenna sölu sem gæti reynst einkar áhugaverður fyrir þá sem eru í nautkálfaeldi en þetta er sérstakur myndavélabúnaður sem reiknar út þunga gripa. Enn sem komið er, er hann þó einungis fáanlegur fyrir svínabændur en þess er vænst að sambærilegur búnaður verði brátt í sölu fyrir aðrar búgreinar einnig. Þessi búnaður er frá þýska fyrirtækinu Meier-Brakenberg og fékk gullverðlaun á þýsku landbúnaðarsýningunni EuroTier í fyrra.

Myndavélin sem er notuð er svokölluð 3D myndavél, þ.e. hún tekur þrívíðar myndir, og svo er myndin túlkuð af sérstöku forriti og er hægt að nota annaðhvort snjallsímasíma eða spjaldtölvu til þess að meta þunga þess grips sem myndavélinni er beint að. Þar til þessi magnaði búnaður verður í boði fyrir nautgripabændur, má amk. kynna sér þessa afar áhugaverðu tækni með því að skoða þýsk talsett myndband á Youtube sem Meier-Brakenberg hefur gert um þennan búnað.

Þú getur smellt hér til þess að sjá þetta myndband/SS.