Beint í efni

Mjólkurvörur seldust vel í ágúst

21.09.2010

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur mjólkurframleiðslan í ár verið heldur minni en árið 2009. Innvigtun mjólkur í ágúst, til afurðastöðva innan SAM, var t.a.m. 0,6% minni en í ágúst í fyrra.

 

Samtals nemur samdráttur í innvigtuninni það sem af er þessu ári 1,4 milljónum lítra miðað við sama tímabil árið 2009. Heildarframleiðslan á árinu var í lok ágúst komin í 85,8 milljónir lítra en á sama tíma árið 2009 var framleiðslan 

komin í 87,2 milljónir lítra. Mismunurinn nemur 1,60%.

 

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig innvigtunin skiptist á milli mánaða í ár og árið 2009.

 

Mánuður 2010 2009 Mismunur Mism. %
Janúar 10.301.428 10.766.374 -464.946 -4,32
Febrúar 9.926.408 10.049.873 -123.465 -1,23
Mars 11.597.540 11.313.417 +284.123 +2,51
Apríl 10.903.302 11.253.031 -349.729 -3,11
Maí 11.348.595 11.455.207 -106.612 -0,93
Júní 11.189.096 11.584.468 -395.372 -3,41
Júlí 10.544.458 10.715.544 -171.086 -1,60
Ágúst 10.017.706 10.082.583 -64.877 -0,64
September
Október
Nóvember
Desember
SAMTALS 85.828.533 87.220.497 -1.391.964 -1,60

 

Sala mjólkurvara á innanlandsmarkaði undanfarna 12 mánuði eru 116,4 milljónir lítra á próteingrunni (-1,41%) en í ágúst var salan 5,6% meiri en í ágúst í fyrra. Salan á fitugrunni sl. 12 mánuði nam 115,2 milljónum lítra (+0,25%) en í ágúst var salan á fitugrunni 7,3% meiri en í ágúst í fyrra.