Beint í efni

Mjólkurvörur og nautgripakjöt ekki nema 3,1% af heildarútgjöldum neytenda

29.04.2004

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands vega afurðir kúabænda ekki nema 3,1% af neysluverðsvísitölunni. Á sama tíma (mars 2004) var kostnaður vegna gosdrykkja, áfengis og tóbaks 5,0% og kostnaður vegna fata og skókaupa 5,7%. Athyglivert er jafnframt að neytendur verja að jafnaði 5,1% í kaup á ýmsum veitingum (kaffihús, barir ofl.) og 3,2% útgjaldanna renna í símaþjónustu og happadrætti.

 

Nánar má fræðast um neysluhegðun á vef Hagstofu Íslands: www.hagstofa.is