Beint í efni

Mjólkurvörur hafa lækkað um þriðjung

19.10.2006

Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil hagræðing í framleiðslu mjólkurafurða hér á landi. Eins og meðfylgjandi mynd ber glögglega með sér, hefur sú hagræðing skilað sér beint til neytenda í formi lækkaðs vöruverðs. Á síðustu 16 árum hefur vísitala neyslverðs hækkað um 83% á meðan vinnslu og dreifingarkostnaður mjólkur hefur hækkað um þriðjung. Þá er ekki úr vegi að geta þess að á sama tíma hefur launavísitala Hagstofunnar hækkað um 150%.

Á þessu sama tímabili hefur vægi mjólkurafurða í heimilisútgjöldum lækkað um þriðjung. Með öðrum orðum: það tekur neytanda nú um þriðjungi styttri tíma að vinna fyrir mjólkinni en þá. Það er gríðarleg breyting á svo stuttum tíma.