Beint í efni

Mjólkurvörur draga úr líkum á sykursýki

02.04.2014

Nýjar rannsóknaniðurstöður vísindamanna við Cambridge háskólann, sem birtust í tímariti sem gefið er út af Diaetologia, sýna að ósykraðar sýrðar mjólkurvörur minnka líkurnar á því að fólk fái sykursýki 2 og það um 24% og allt upp í 28%! Þá sýna niðurstöðurnar einnig að fituríkar mjólkurvörur hafa ekki áhrif á tíðni á sykursýki 2 og ennfremur að fitusnauðari mjólkurvörurnar líkt og léttmjólk og undanrenna dregur úr líkum á því að neytendur fái sykursýki 2 um 20%.

 

Rannsóknin byggir að langtímaeftirliti, í 11 ár, með 4.127 persónum þar sem sérstök áhersla var lögð á lífstíl og neysluvenjur. Þeir sem borðuðu 80 grömm af jógúrti daglega voru í þeim hópi sem ólíklegastir voru til þess að fá sykursýki 2. Þá kom ennfremur fram að þeir sem þegar eru í áhættuhópi á að fá sykursýki 2 geta dregið verulega úr líkunum á að fá hana með því að borða heldur meira af mjólkurvörum. Þess má geta að ekki er búið að komast að því hvað það er sem gerir mjólkurvörurnar svona góðan bandamann í baráttunni gegn sykursýkinni/SS.