Beint í efni

Mjólkurvörur án mjólkursykurs í sókn

24.05.2012

Undanfarin ár hafa afurðastöðvar víða um heim sett á markaðinn mjólkurvörur sem eru án mjólkursykurs (e. lactose-free). Þessi markaður í Evrópu hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum og búist við svipaðri aukningu á næstu fimm árum. Ástæðan fyrir þessari ásókn neytenda í mjólkurvörur án mjólkursykurs er svokallað mjólkursykuróþol sem sumir er því miður haldnir. Tíðni mjólkursykuróþols er afar misjafnt á milli landa og er t.d. tíðnin mun hærri í Asíu (allt að 95%) og Suður-Ameríku en mun lægri í Evrópu (u.þ.b. 10%).

 

Til eru afar margar vörutegundir í þessum flokki mjólkurvara en mest ásókn neytenda erlendis virðist vera í drykkjarmjólk án mjólkursykurs. Hér á landi eru til margar mjólkurvörur sem henta flestum með mjólkursykuróþol einnig. Þessar vörur eru mjólkursykurskertar, þ.e. með afar lítið magn mjólkursykurs, og í þeim flokki eru vörur eins og FrúTína, léttsúrmjólk og sykurskert kókómjólk. Nánar er hægt að lesa um mjólkursykuróþol á heimasíðu Mjólkursamsölunnar með því að smella hér/SS.