Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurvöruflutningar á sjó verði sjálfbærari!

27.07.2019

Sjálfbærni mjólkurframleiðslunnar nær yfir allan ferilinn frá haga og í maga og hið hollenska afurðafélag FrieslandCampina hefur líkt og svo mörg önnur sett stefnuna á sjálfbærari mjólkurframleiðslu. Sem lið í þeirri vegferð hefur félagið nú, í samvinnu við flutningafyrirtækið Maersk og fleiri fyrirtæki, staðið að þróunarverkefni sem miðar að því að gera flutninga félagins á sjó sjálfbærari!

Hingað til hafa flutningaskip notað hefðbundna skipaolíu, en nú er búið að útbúa eitt skipa Maersk þannig að 20% olíunnar er notuð matvælaolía! Þó svo að 20% sé ekki hátt hlutfall, þá er þetta þó í fyrsta skipti sem stórt flutningaskip notar svona hátt hlutfall. Skipið hefur þegar siglt í um þrjá mánuði, hringferð frá Hollandi til Kína og til baka á ný og á þessum eina túr tókst að minnka sótspor skipsins gríðarlega. Alls losaði það 1.500 tonnum minna af koltvísýringi og 20 tonnum minna af brennisteinstvíoxíði.

Þessi sparnaður, eftir einungis eina ferð, svarar til árlegrar losunar meira en 200 fjölskyldna. Þá má umreikna þennan sparnað yfir í losun frá bílum og svarar sparnaðurinn til meðalmengunar frá bíl sem ekur 12 milljón kílómetra! Til fróðleiks og samanburðar má í þessu sambandi geta þess að með endurheimt 12 hektara votlendis í Úlfarsárdal, m.a. til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, er talið jafna út meðalmengun frá 150 bílum á ári. Ef við gefum okkur að hver bíll aki að jafnaði 25 þúsund kílómetra ári þá sparar aðgerðin í Úlfarsárdal, sem mun kosta um 20 milljónir, sem nemur þriðjungi þessarar einu skipsferðar hjá Maersk. Þetta sýnir etv. vel hve einfalt það er í raun að gera átak í umhverfismálum, án þess að fara endilega þá leið að taka land úr notkun.

Að þessu þróunarverkefni standa fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki, m.a. Shell sem sá um framleiðsluna á þessari nýju skipaolíu. Nú hefur Shell þegar gefið út að það vinni að næstu kynslóð af eldsneyti fyrir flutningaskip sem muni verða enn betra fyrir umhverfið. Talið er að flutningaskip standi undir 3% af allri losun í heiminum á koltvísýringi svo til mikils er að vinna við að ná tökum á losun flutningaskipa/SS.