Beint í efni

Mjólkurvinnsla heimsins á fullri ferð!

17.08.2011

Líklega eru fá fyrirtæki í heiminum með jafn góða innsýn í afurðavinnslu ferskmjólkurvara og sænska fyrirtækið Tetra Pak, en vegna sérstöðu sinnar í umbúðaframleiðslu er fyrirtækið ráðandi á heimsmarkaðinum. Tetra Pak gefur út reglulega út skýrslu um stöðu heimsmála á sviði mjólkurafurðavinnslu og í nýjustu skýrslu sinni spáir fyrirtækið því að neysla mjólkurvara muni aukast um heil 30% fram til ársins 2020, en nánast ekkert þó í vesturhluta Evrópu eða rétt um 0,3%. Hins vegar verður neysla mjólkur í þessum heimshluta, sem og í Bandaríkjunum, áfram mikil eða um 80 lítrar á hvern einstakling.
 
Mikil stækkunaráform eru uppi hjá mörgum afurðastöðvum, sérstaklega á sviði mjólkurpökkunar. Þar eru að koma inn á markaðinn nýjar afurðastöðvar í löndum þar sem áður var lítil sem engin sala á mjólk í verslunum. Stærstu löndin í þessu sambandi eru Brasilía og Indland en að sjálfsögðu er einnig horft til Kína. Þar er þó enn mun stærri markaður fyrir geymsluþolnari vörur en ferskvörur og meta forsvarsmenn Tetra Pak það svo að Kína og Indland muni áfram leiða markaðinn út þennan áratug. Neysla mjólkurvara í þessum löndum er þó enn langtum minni en í Evrópu eða 26 lítrar á hvern íbúa og því metur Tetra Pak það svo að í þessum löndum séu gríðarleg tækifæri/SS.