Mjólkurverðið er óbreytt
01.04.2008
Athugun sem framkvæmdastjóri LK gerði núna eftir hádegið sýnir að verð á mjólk í nokkrum stórmörkuðum er enn óbreytt. Í Bónus kostar mjólkurlíterinn 73 krónur en í Krónunni er verðið á lítranum af nýmjólk 74 kr.
Í fjölmiðlum hefur mátt undanfarna daga heyra fréttir af því að mjólkurlíterinn fari í 100 kr núna um mánaðamótin. Svo er ekki raunin, að svo komnu amk.