Mjólkurverð til hollenskra bænda stefnir aftur í 40 evrusent
03.07.2008
Hollenska mjólkurútflutningsráðið spáir því nú að meðalverð á mjólk til þarlendra bænda nái aftur 40 evrusentum á kg á næstu mánuðum. Núna er það um 30 sent á kg. Ástæðan er að ostur er að hækka í verði, einkum í Þýskalandi, sem muni fljótlega leiða á hækkun á mjólkurverði til bænda.
Heimild: Dairy Industry Newsletter.