Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurverð til bænda víða um heim

17.01.2012

Heimasíðan milkprices.nl, sem haldið er úti af Hollensku bændasamtökunum LTO (Land- en Tuinbouw Organisatie), birtir mánaðarlega upplýsingar um mjólkurverð til bænda hjá öllum stærstu mjólkursamlögum í Evrópu, auk verðsins hjá Fonterra á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum. Verðið er gefið upp í evrum pr. 100 kg mjólkur. Í töflunni hér að neðan má sjá meðalverð sl. 12 mánaða umreiknað yfir í íslenskar krónur á lítra. Miðað er við að mjólk sé sótt annan hvern dag, 4,2% fitu og 3,4% prótein, 500.000 lítra innvigtun á ári, líftölu undir 25.000 og frumutölu undir 250.000.

 

Félag Land Verð í EUR pr. 100 kg Verð í ISK pr. ltr.
Milcobel BE 34,54 53,47
Alois Muller DE 34,79 53,86
Humana Milchunion DE 33,82 52,36
Nordmilch DE 33,72 52,20
Arla Foods DK/SE 36,15 55,97
Hameenlinen Osuusmeijeri FI 43,89 67,95
Bongrain CLE FR 31,34 53,12
Danone FR 34,49 53,40
Lactalis FR 34,14 52,85
Sodiaal FR 34,16 52,88
Dairy Crest UK 31,43 48,66
First Milk UK 28,45 44,05
Glanbia IE 34,03 52,68
Kerry IE 33,49 51,85
Granarolo IT 40,12 62,11
DOC Kaas NL 37,23 57,64
Friesland Campina NL 37,09 57,42
Fonterra NZ 31,81 49,25
USA* US 31,98 49,51

* Meðalverð til bænda í USA gefið upp af bandaríska landbúnaðarráðuneytinu, USDA.

Þess skal getið að líter mjólkur er 1,032 kg.

 

Heimasíða LTO