Mjólkurverð í Evrópu mjakast hægt upp
06.10.2009
Á hollensku heimasíðunni www.milkprices.nl má sjá að afurðaverð hjá 16 stærstu vinnslufyrirtækjum innan ESB hefur þokast uppávið síðustu mánuði, eftir að hafa náð sögulegu lágmarki í aprílmánuði sl. Verðið er þó ennþá mun lægra en á sama tíma í fyrra, og munar þar um fjórðungi. Meðalverð þessara fyrirtækja var í ágústmánuði 27,26 evrusent á kg en var lægst í apríl í vor 23,74 evrusent. Sem fyrr er það finnska framleiðendasamvinnufélagið Hämeenkinnan sem greiðir hæsta mjólkurverðið, 38,46 evrusent pr. kg (71,44 kr pr. ltr.). Það félag sem greiðir lægsta verðið er DOC Kaas í Hollandi, 19,55 evrusent á kg, eða 36,32 kr/ltr.
Sjá má þróun mjólkurverðs hjá fyrirtækjunum 16 undanfarin ár á myndinni hér að neðan.
Heimild: www.dairyindustrinewsletter.com og www.milkprices.nl