Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurverð frá myntbreytingu

25.10.2013

Af og til má sjá einkennilegt fréttamat á netmiðlum þessa lands. Eitt slíkt tilfelli kom upp á visir.is í gær, fimmtudaginn 24. október, þar sem verið var að fjalla um útgáfu á nýjum peningaseðli og verðlagsþróun frá myntbreytingunni 1. janúar 1981. Í því samhengi var tiltekið að verð á mjólkurlítranum væri nú 2.000% hærra en það var fyrir aldarþriðjungi. Nú eru það engin ný sannindi að hagstjórn hér á landi var lengi óstyrk, og alveg sérstaklega framan af því tímabili sem hér um ræðir. Sem dæmi má nefna að árið 1983 náði verðbólguhraðinn 130% um hríð. Að mati Landssambands kúabænda er megin atriði fréttarinnar, þó það komi reyndar ekki fram, að á þessu tímabili hefur orðið mikil hagræðing í framleiðslu landbúnaðarafurða og veruleg auking kaupmáttar landsmanna.  

 

Sú staðreynd sést best á því að árið 1981 dugðu meðallaun verkafólks til að kaupa um 880 lítra af mjólk. Í dag er hægt að kaupa um 3.050 lítra fyrir meðallaun verkafólks, eða rúmlega þrisvar sinnum meira magn en við myntbreytingu. Sama gildir um ostinn, þá dugðu launin fyrir 75 kg af osti, nú duga mánaðarlaunin fyrir tæplega 270 kg. Ennþá meiri munur er í kjúklingnum; árið 1981 dugðu mánaðarlaun verkafólks fyrir 78 kg af kjúklingi, í dag má kaupa fyrir þau tæplega hálft tonn! Munurinn er sexfaldur. Innflutt kaffi kemur hins vegar ekki eins vel út, þar sem við myntbreytingu mátti kaupa um 100 kg af kaffi fyrir mánaðarlaunin, á móti rétt rúmlega 200 kg í dag. Það er þó tvöfallt meira magn en fyrir aldarþriðjungi.

 

Af framansögðu má ráða, að uppsláttur af þessu tagi að mjólkin hafi hækkað um þúsundir prósenta frá því núllin tvö voru klippt af krónunni, er í besta falli broslegur./BHB