Beint í efni

Mjólkuruppgjör ársins 2022 liggur nú fyrir!

03.02.2023

Ársuppgjörið í mjólkurframleiðslunni liggur nú fyrir og verða kröfur og greiðslur vegna útjöfnunar sendar út 7. febrúar nk. samkvæmt upplýsingum frá Matvælaráðuneytinu. 

  

Heildarmagn útjöfnunar á greiðslumarki er 6.704.487 lítrar. 

Upphæð sem verður þá jafnað út er 103.505.214 kr. á einingarverðinu 15,4 kr. pr. lítra.

 

Svokallað útjöfnunarhlutfall greiðslumarks sem hlutfall af greiðslumarki hvers og eins endaði í  16,37% í samræmi við ákvæði 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 348/2022.

  

Matvælaráðuneytið hefur nú sent öllum handhöfum greiðslumarks uppgjörið með bréfi í Afurð og á Ísland.is.