Beint í efni

Mjólkursalt? Ný vara á markaði

09.05.2016

Finnska afurðafélagið Valio hefur nú sett á markað áhugaverða vöru en það er salt sem unnið er úr mjólk! Salt er náttúrulegur hluti mjólkur og hefur félagið nú fundið upp aðferð til þess að draga saltið úr mjólkinni og er sem sagt nú hægt að kaupa mjólkursaltið ValSa en einkenni mjólkursalts er að það er með mun lægra hlutfall af  natríum en hefðbundið salt, nánar tiltekið 80% minna magn af natríum.

 
Þróun þessarar sérstöku vinnslu hjá Valio hófst fyrir 10 árum síðan og er hin nýja salt hliðarafurð sérstaks átaks Valio til þess að framleiða osta með lægra hlutfalli af salti en hefðbundið er/SS.