Beint í efni

Mjólkurpotturinn kostar 367 krónur út úr búð!

21.08.2012

Vestur í Bandaríkjunum eru framleiðsluaðstæður kúabænda all nokkuð frábrugðnar því sem við þekkjum hér á landi. Dæmi um þetta er nýjasta varan á markaðinum hjá þeim: mjólk frá kúm sem fá gras! Mjólkin er sem sagt vottuð sem ferskvara og að hún komi eingöngu frá kúm sem eru fóðraðar með lífrænt ræktuðu grasi.

 

Það er lífræna afurðastöðin Organic Valley sem sem hefur sett þessa nýjung á markaðinn og kallast mjólkin ”GrassMilk”. Alls eru þrjár gerðir mjólkurinnar á markaðinum, þ.e. hefðbundin mjólk, 2% feit og svo undanrenna. Þess má svo geta að Organic Valley gefur upp leiðbeinandi verð á 1,8 lítra umbúðunum: 5,49 dollara eða sem nemur um 367 krónur/líterinn. Þessi mjólk fæst svo keypt t.d. í Whole Foods verslunarkeðjunni, sem m.a. selur íslenskt skyr og lambakjöt/SS.